Fyrsta flug easyJet til Akureyrar var í gær

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Fyrsta flug breska lággjaldaflugfélagsins easyJet var til Akureyrar í gær en félagið mun fljúga tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, milli Gatwickflugvallar í Lundúnum og Akureyrar út mars 2024.

Markaðsstofa Norðurlands hefur unnið að því að koma á beinu millilandaflugi til og frá Akureyri síðustu árin og bauð ásamt Isavia til samkomu í húsnæðis slökkviliðsins á flugvellinum í tilefni af fyrsta flugi easyJet til Akureyrar. Samkomuna ávörpuðu Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri.

Reikna má með að flug easyJet milli Lundúna og Akureyrar verði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á svæðinu og verði til að auka nýtingu innviða á Norðurlandi allan ársins hring.

Hægt er að skoða sætaframboð á heimasíðu easyJet.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan