Menningarhúsið Hof
Mynd: Auðunn Níelsson
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 18. maí. Á dagskránni er meðal annars reglur um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum, tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar og umræða um starfsáætlun velferðarráðs fyrir árið 2021.
Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.
Fundurinn verður haldinn í Hömrum i Hofi og er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 19. maí kl. 14:00, á sjónvarpsstöðinni N4.
Hér má finna upptökur og streymi frá bæjarstjórnarfundum.