Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar í fyrsta sinn á þessu kjörtímabili þriðjudaginn 7. júní kl. 16. Fundurinn verður haldinn í fundarsal á 1. hæð í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, og er öllum opinn.
Á dagskránni eru fyrst og fremst hefðbundin fundarstörf á fyrsta bæjarstjórnarfundi, einkum kosningar í fastanefndir og aðrar nefndir sveitarfélagsins.
Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.
Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur hér á heimasíðunni að honum loknum. Hér má finna upptökur frá bæjarstjórnarfundum.