Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 21. apríl. Á dagskránni er meðal annars: Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga, breytingar á samþykkt fyrir frístundaráð, skjalastefna Akureyrarbæjar og tillaga að breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar vegna flutningslína raforku (Blöndulína 3 og Hólasandslína).
Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.
Um fjarfund verður að ræða. Fundurinn verður því ekki opinn almenningi en honum er streymt á netinu. Upptaka frá fundinum verður sett inn á heimasíðuna eins fljótt og unnt er. Hér má finna upptökur og streymi frá bæjarstjórnarfundum.