Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar þriðjudaginn 10. maí kl. 16. Fundurinn verður haldinn í fundarsal á 1. hæð í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, og er öllum opinn.
Á dagskránni er meðal annars umræða um nýtt skipulag fyrir Móahverfi, reglur um lokun gatna, samþykkt um listskreytingar og listaverkakaup og nýja umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar.
Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.
Hér má finna upptökur frá bæjarstjórnarfundum. Athugið að ekki verður streymt frá fundinum að þessu sinni, en upptaka verður gerð aðgengileg að honum loknum.