Frá Rauða krossinum vegna slyssins í gær

Mynd frá Rauða krossinum við Eyjafjörð.
Mynd frá Rauða krossinum við Eyjafjörð.

Fulltrúar úr viðbragðshópi Rauða krossins verða í Viðjulundi 2 á Akureyri í dag, föstudaginn 2. júlí, á milli kl. 14 og 15, til að veita aðstoð og stuðning í kjölfar atburða gærdagsins.

Einnig er minnt á Hjálparsímann 1717 sem er opinn allan sólarhringinn sem og netspjallið á 1717.is en þar veita sjálfboðaliðar Rauða krossins ráðgjöf og stuðning í nafnleynd og trúnaði.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan