Forsala vetrarkorta hafin

Þetta lítur óneitanlega vel út. Myndin var tekin þriðjudaginn 9. nóvember síðastliðinn.
Þetta lítur óneitanlega vel út. Myndin var tekin þriðjudaginn 9. nóvember síðastliðinn.

Forsala vetarkorta í Hlíðarfjall er hafin og stendur fram að opnun svæðisins. Kortin eru seld í netsölu á heimasíðu Hlíðarfjalls, www.hlidarfjall.is. Farið er á sölusíðuna með því að smella á gulan takka efst til hægri á síðunni.

Fram hefur komið að stefnt er að því að opna skíðasvæðið 17. desember og jafnvel fyrr ef aðstæður leyfa.

Forsöluverð vetrarkorta

Fullorðnir: 42.000 kr. í stað 54.000.

Börn: 7.300 kr. í stað 9.600.

Gönguskíði: 10.800 kr. í stað 14.000.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan