Ákveðið hefur verið að framlengja forsölu vetrarkorta til og með 8. janúar nk. en í forsölunni má fá kortin á betra verði en ella. Sjá HÉR. Einnig er rétt að vekja athygli fjölskyldufólks á Lýðheilsukortinu þar sem fjölskyldur fá aðgang að Hlíðarfjalli, Skautahöllinni og Sundlaug Akureyrar á afar góðum kjörum. Allar upplýsingar um Lýðheilsukortið er að finna HÉR.
Snjóað hefur töluvert í Hlíðarfjalli síðustu daga en í snjóleysinu fram að því hafði verið framleiddur snjór í næstum 20 daga sem er gott undirlag fyrir hina nýföllnu mjöll af himnum ofan. Veðurspáin fyrir helgina lofar góðu.