Nú hafa fleiri en 600 manns notið leiðsagnar um Gásir, helsta verslunarstað Norðurlands á miðöldum, þar sem fornleifafræðingar sinna störfum sínum. Gásir eru í um 10 mínútna akstursleið til norðurs frá Akureyri og er beygt niður til hægri hjá Hlíðarbæ. Leiðsagðar gönguferðir um þennan helsta verslunarstað Norðurlands frá miðöldum verða til 9. ágúst eða meðan á fornleifauppgreftri stendur. Ferðirnar verða farnar frá bílastæðinu á Gáseyri alla daga kl. 11.00, 12.00, 13.00, 14.30 og 15.30. Sérstök kvöldganga með leiðsögn verður farin miðvikudagskvöldið 7. ágúst kl. 19.30. Leiðsögumaður er Ingibjörg Magnúsdóttir og eru allir velkomnir.

