Fleiri en 600 í leiðsagðar gönguferðir um Gásir

 

Nú hafa fleiri en 600 manns notið leiðsagnar um Gásir, helsta verslunarstað Norðurlands á miðöldum, þar sem fornleifafræðingar sinna störfum sínum. Gásir eru í um 10 mínútna akstursleið til norðurs frá Akureyri og er beygt niður til hægri hjá Hlíðarbæ. Leiðsagðar gönguferðir um þennan helsta verslunarstað Norðurlands frá miðöldum verða til 9. ágúst eða meðan á fornleifauppgreftri stendur. Ferðirnar verða farnar frá bílastæðinu á Gáseyri alla daga kl. 11.00, 12.00, 13.00, 14.30 og 15.30. Sérstök kvöldganga með leiðsögn verður farin miðvikudagskvöldið 7. ágúst kl. 19.30. Leiðsögumaður er Ingibjörg Magnúsdóttir og eru allir velkomnir.

 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan