Fjárhagsáætlun samþykkt í bæjarstjórn

Skjáskot af fundi bæjarstjórnar í gær.
Skjáskot af fundi bæjarstjórnar í gær.

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í gær fjárhagsáætlun 2021-2024 að lokinni síðari umræðu.

Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er áætluð neikvæð um 1.111 milljónir króna á næsta ári en gert er ráð fyrir batnandi afkomu til ársins 2024. Á árinu 2021 er gert ráð fyrir framkvæmdum að fjárhæð 4,2 milljarða króna, en á áætlunartímabilinu öllu er gert ráð fyrir framkvæmdum fyrir rúmlega 14 milljarða króna. Hagstæð skuldastaða sveitarfélagsins verður nýtt og ný langtímalán tekin til þess að fjármagna framkvæmdir.

Fjárhagsáætlun myndar ramma um þá starfsemi og þau verkefni sem sveitarfélagið sinnir og hyggst leggja áherslu á til næstu ára. Íbúar eru hvattir til að kynna sér áætlunina, en það er hægt að gera með nokkrum mismunandi leiðum:

Hér fyrir neðan er upptaka frá rafrænum kynningarfundi um fjárhagsáætlun sem haldinn var 8. desember síðastliðinn. Sagt var frá starfsemi og stærstu verkefnum næsta árs, auk þess sem fundargefstum gafst kostur á að spyrja spurninga.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan