Fáeinir matjurtagarðar lausir til umsóknar

Óvænt losnuðu fáeinir matjurtagarðar hjá sveitarfélaginu og er áhugasömum bent á að sækja um sem fyrst.

Hver og einn hefur til umráða 15 fermetra matjurtagarð við Ræktunarstöðina syðst í bænum og kostar 4.900 krónur að leigja garð. Innifalið eru leiðbeiningar og ráðgjöf.

Matjurtagarðarnir eru eingöngu ætlaðir íbúum sem hafa lögheimili á Akureyri.

Sótt er um á þjónustugátt Akureyrarbæjar.

Umsóknarfrestur er til og með 2. maí nk.

Frekari fyrirspurnir má senda á netfangið gardur@akureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan