Evrópskur staðall fyrir rafræna reikninga

Ráðhús Akureyrarbæjar.
Ráðhús Akureyrarbæjar.

Akureyrarbær lauk nú í janúar umfangsmiklu verkefni sem snerist um að innleiða evrópskan staðal fyrir rafræna reikninga.

Markmið verkefnisins, sem kallast ICELAND-INV18, er að auka rafræn viðskipti innanlands og milli landa í Evrópu.

Háskólinn í Valencia, LMT Group og Unimaze hafa stýrt verkefninu en Reykjavíkurborg, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Orkubú Vestfjarða, Akureyrarbær, Staðlaráð Íslands, ICEPRO - nefnd um rafræn viðskipti, Orkuveita Reykjavíkur, Félagsbústaðir og Síminn tóku þátt og uppfærðu fjárhagskerfi sín til að geta móttekið og sent rafræna reikninga samkvæmt evrópska staðlinum.

Styrkur fékkst til verkefnisins frá Evrópusambandinu.

Með þátttöku sinni eykur Akureyrarbær meðal annars möguleika sína á sjálfvirknivæðingu í bókhaldi og tekur eitt af mörgum skrefum á rafrænni vegferð sinni til framtíðar.

 

Innihald þessarar fréttar eru algjörlega á ábyrgð Akureyrarbæjar og endurspeglar ekki endilega stefnu Evrópusambandsins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan