Opið fyrir umsóknir um matjurtagarða

Akureyrarbær býður íbúum bæjarins að leigja matjurtagarða yfir sumartímann til ræktunar á eigin grænmeti. Garðarnir eru staðsettir við Ræktunarstöð Akureyrarbæjar á Krókeyri.

Hver garður er 15 fermetrar að stærð og leiga fyrir sumarið er 5.500 krónur. Til að auðvelda aðgengi hafa nú verið sett upp nokkur hærri beð fyrir þau sem eiga erfitt með að krjúpa.

Athugið að matjurtagarðar eru eingöngu ætlaðir íbúum sem hafa lögheimili á Akureyri. Innifalið eru leiðbeiningar og ráðgjöf. Forræktað grænmeti og fleira verður til sölu á staðnum.

Þau sem voru með garð í fyrra og ætla að vera með áfram þurfa ekki að sækja aftur um en mega senda tölvupóst á heidrun.sigurdardottir@akureyri.is.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir. Sótt er um í gegnum þjónustugáttina hér á heimasíðunni. Takmarkaður fjöldi matjurtagarða er til úthlutunar. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars nk.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan