Góðri vinnuviku að ljúka

Seinasta vinnudegi vikunnar hjá Vinnuskólanum fer senn að ljúka.

Ungmennin hafa staðið sig með stakri prýði undir fagmannlegri leiðsögn flokkstjóranna þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi endilega ekki verið okkur hliðhollir í byrjun sumars.

Vinnuandinn hefur þó oftar en ekki verið mjög góður enda er lögð rík áhersla á að brjóta upp daginn með ýmsum leikjum og fjöri. Þessi tími á fyrst og fremst að skapa góðan grunn fyrir framtíðina sem þau eiga að geta horft til baka á með jákvæðum augum.

Hóparnir hafa verið að vinna í nágrenni starfstöðva sinna við ýmis verkefni, eins og að hreinsa og fegra í kringum KA, miðbæinn og Akureyrarkirkju, taka beðin í gegn og setja þau í sumarbúning, raka eftir slátturgengi bæjarins, tína rusl og gera nærumhverfi okkar fallegt og ferskt.

Flokkstjórarnir hafa verið duglegir að koma með hollt og gott nesti sem eflir ungmenni okkar að gera slíkt hið sama. Útlit er fyrir að í næstu viku megi búast við að sumarið skelli á með látum þar sem hiti rýkur upp úr öllu valdi.

Eigið góða helgi kæru vinir og njótið þess að vera til.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan