Endurbættar sýningar í Húsi Hákarla-Jörundar

Myndir: María H Tryggvadóttir
Myndir: María H Tryggvadóttir

Frá því í sumar hefur verið unnið að miklum breytingum á Húsi Hákarla-Jörundar í Hrísey. Í húsinu má finna nokkrar örsýningar um sögu hákarlaveiða, mannlífs og atvinnusögu Hríseyjar.

Allar sýningarnar í húsinu voru endurgerðar og bætt við fjölbreyttum fróðleiksmolum, auk þess sem sýningarlýsing hefur verið endurnýjuð og bætt. Að utan hefur húsið verið málað og búið er að setja upp nýtt skilti sem segir sögu hússins í máli og myndum.

Sigríður Örvarsdóttir sagnfræðingur og hönnuður sá um endurgerð sýninganna með aðstoð bæði Lindu Maríu Ásgeirsdóttur fulltrúa Ferðamálafélags Hríseyjar og fleiri heimamanna. Skiltið er hannað af þeim Sigríði Örvarsdóttur og Hönnu Rósu Sveinsdóttur sérfræðingi hjá Minjasafninu á Akureyri, með styrk frá Brunabótafélagi Íslands.

Í tilefni af þessum tímamótum var öllum eyjaskeggjum og öðrum gestum boðið í heimsókn í Hús Hákarla-Jörundar í gær til að fagna þessum áfanga.

Hús Hákarla-Jörundar er opið á sumrin frá 1. júní til 30. ágúst og fyrir hópa þess utan. Sjá nánar á heimasíðu Hríseyjar www.hrisey.is

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan