Eiríkur kom færandi hendi

Forsetinn tekur við viðurkenningunni á Bessastöðum.
Forsetinn tekur við viðurkenningunni á Bessastöðum.

Á fundi Northern Forum samtakanna sem haldinn var í Yakutsk í Rússlandi í nóvember voru í fyrsta sinn veittar svonefndar Walter J. Hickel viðurkenningar og var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, einn þeirra sem hlutu viðurkenngu. Ólafur var ekki á staðnum en það var Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, sem veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd forsetans. Eiríkur Björn heimsótti forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum og afhenti honum viðurkenningarskjalið og orðu sem fylgir.

Akureyri er aðili að Northern Forum sem eru samtök um samstarf ríkja og svæða á norðurslóðum um eflingu byggðar og mannlífsgæða. Hickel viðurkenningin er tákn um djúpt þakklæti fólks á norðurslóðum og er veitt fyrir framlag til þróunar Northern Forum og norðursvæða. Walter J. Hickel var tvívegis ríkisstjóri Alaska og fyrsti formaður Northern Forum samtakanna frá 1992-1994.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan