Einn gæsluvöllur á Akureyri

 

 

Sumarið 2003 er rekinn einn gæsluvöllur á Akureyri frá 20. maí til 22. ágúst. Þar er um að ræða Eyrarvöll við Eiðsvöll. Markmið með rekstri gæsluvalla Akureyrar er að veita börnum 2-7 ára örugga útigæslu.

 

Reglur gæsluvalla Akureyrar eru þessar:

 

1.  Gæsluvellir eru eingöngu ætlaðir til útileikja.

2.  Á gæsluvellinum er séð fyrir gæslu barna á aldrinum 2-7 ára.

3.  Tveggja ára börn mega dvelja á gæsluvellinum í 2 tíma í senn.

4.  Meðan barn er að venjast aðstæðum, er nauðsynlegt að hafa náið

     samstarf við gæslufólk.

5.  Skylt er að fylgja barninu á milli gæsluvallar og heimilis og sækja

     það á réttum tíma.

6.  Gætið þess að barnið sé ávallt vel búið, í samræmi við veður og

     ástand vallarins.

7.  Nauðsynlegt er að tilkynna gæslufólki, hvar hægt er að ná í

     foreldra eða aðstandendur barns, á meðan það dvelur í gæslu á

     vellinum.

8.  Af öryggisástæðum þarf að láta starfsmenn vita þegar aðrir en

     foreldrar eða systkina sækja börnin á gæsluvöllinn.

9.  Engin ábyrgð er tekin á einkaleikföngum.

10. Ef barn sýnir á einhvern hátt hegðun sem gerir það að verkum að

     það á erfitt með að fara eftir reglum gæsluvallarins, skal hafa

     samráð við starfsfólk um gæslu. Ekki er tryggt að öll börn geti

     dvalið í gæslu á gæsluvelli án sérstakra ráðstafanna.

 

Ef barn verður fyrir slysi á gæsluvellinum greiðir gæsluvöllurinn fyrstu heimsókn á slysadeild, þó aðeins upp að tilteknu hámarki. Heimilistrygging barnsins tekur svo á málinu en þegar henni sleppir tekur slysatrygging bæjarins við. Þetta á aðeins við líkamstjón en ekki tjón á munum o.þ.h.

 

Fyrstu dagana á gæsluvellinum köllum við aðlögunartíma. Algengast er að aðlögun taki 5-8 daga, allt eftir því hversu tilbúið barnið er sjálft. Það er mikilvægt fyrir barnið að fá að meðtaka þetta nýja umhverfi hægt og rólega. Því er góður aðlögunartími barninu nauðsynlegur.

 

1. dagur: Komið þið barnið þitt í stutta heimsókn. Hittið starfsfólk og skoðið aðstæður.

              Skiljið barnið aldrei eftir eitt á fyrsta degi.

2. dagur: Komið með barninu og lengið viðverutímann lítið eitt. Starfsfólk útskýrir þær

              reglur sem í gildi eru og fær upplýsingar hjá foreldri varðandi barnið. Örvið

              barnið í leik en þrýstið ekki á það.

3. dagur: Komið með barninu og dveljið í einhvern tíma. Útskýrið fyrir barninu að þú þurfir

              að skreppa frá litla stund. Farið í burtu en dveljið aldrei lengur en t.d. í 20 mín.

4. dagur: Eins og sá þriðji, en lengið tímann sem þið eruð í burtu frá barninu.

5. dagur: Ef allt hefur gengið að óskum á að vera óhætt að skilja barnið eftir í fullan tíma.

 

Opnunartími Eyrarvallar er frá kl. 13-16 alla virka daga. Gjald fyrir komu á gæsluvöll er 200 kr. eða 2 gæslumiðar. Hægt er að kaupa kort með 25 gæslumiðum á gæsluvellinum. Kortið kostar kr. 2.000. Systkinaafsláttur er ekki veittur. Öll börn eldri en 2ja ára sem koma til gæslu eða í heimsókn á gæsluvellina greiða gæslugjald.

 

Forstöðumaður gæsluvalla er Inda Björk Gunnarsdóttir, leikskólaráðgjafi á skóladeild Akureyrarbæjar. Sími forstöðumanns er 460 1453. Forstöðumaður hefur með höndum allan daglegan rekstur gæsluvallanna, svo og ráðningar starfsfólks og ráðgjöf til þeirra. Allar stærri ákvarðanir um rekstur t.d. varðandi lokun gæsluvalla eða opnunartíma þeirra eru teknar af skólanefnd Akureyrar. Foreldrar barna á gæsluvöllum geta leitað til forstöðumanns með vandamál tengd börnum sínum og veru þeirra á gæsluvöllunum t.d. varðandi aðlögun barna og samskipti við starfsfólk.

 

Síminn á Eyrarvelli er 462 6298.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan