Ein með öllu hefst á fimmtudaginn

Hin árlega fjölskylduhátíð Ein með öllu verður haldin á Akureyri dagana 28. júlí - 1. ágúst. Hátíðin í ár verður mjúk og elskuleg eins og undanfarin ár og áhersla lögð á að bæði bæjarbúar og gestir upplifi sanna Akureyrarstemmningu. Það má með sanni segja að dagskrá hátíðarinnar sé glæsileg enda munu margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar stíga á svið. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér að neðan og allar nánari upplýsingar má finna HÉR.

 

Fimmtudagur

Miðbærinn

N4 trúbadoraveisla. Ingó, Hvanndalsbræður, Mammúng o.fl. syngja okkur söngva sína. Útisvið við grasbrekkuna í Skátagili.

Græni hatturinn

Hvanndalsbræður mála Græna hattinn rauðan.

Kaffi Akureyri

Gítarpartý með Ingó veðurguð.

Kaffi Költ

Beggi Dan úr Shadow Parade og Konni úr Tender Foot skella upp trúbadorastemmingu.

 

Föstudagur

14:00 Upphitun á Ráðhústorgi: tónlist og sölutjöld

Föstudagsfjörfiskar frá Skapandi sumarstörfum á ferðinni. Andlitsmálun fyrir alla krakka á Kaffi Költ.

14:00 - 17:00 Atlantsolía á Glerártorgi

Ein með öllu og kók í boði fyrir dælulykilhafa og aðra gesti.

16:00 - 18:00 Kirkjutröppuhlaup Sportvers

Fimleikafélag Akureyrar stendur fyrir þessum magnaða viðburði. Veitt eru verðlaun fyrir bestu tíma karla og kvenna og 13 ára og yngri, flottustu búningana og stórbrotnustu tilþrifin.

20:00 Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju

Eyþór Ingi organisti heldur óskalagatónleika um ásamt Óskari Péturssyni stórsöngvara.

Tónleikarnir hafa laðað að sér mörg hundruð gesti enda algjörlega einstakir.

21:00 - 23:00 Trúbadorar á Kaffi Költ

Jói og Konni úr Dirty Birds sjá um rólega trúbadorastemmningu.

21:00 Skemmtikvöld á Ráðhústorgi

Skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Fígúra, Rúnar Eff og Manhattan, Mammúng hópurinn, Kristmundur Axel, Bjartur Elí, Óskar Axel, Ingó og Veðurguðirnir, Magga & Ragga, Róbert Freyr & Elísabet Metta, Dagur Sig og hljómsveit og fleiri.

Litbolti á flötinni við Samkomuhúsið

Gokart á paninu hjá Brim

Tívolí við Skipagötu

 

Eftir miðnætti:

Oddvitinn: Alvöru 80´s ball

Alvöru 80´s 90's ball. Strákarnir í N3 ásamt Þórhalli í Pedro mæta með gömlu Dynheimaplöturnar, Sjallaplöturnar, 1929 diskana og alla töffarastælana. Aldurstakmark: 25 ár.

Græni hatturinn: Hjálmar

Stórhljómsveitin Hjálmar sér til þess að enginn sitji kyrr. Það er bara ekki hægt þegar seiðandi reggae-tónlistin hljómar. Eins og það er ekki hægt að valhoppa í fýlu.

Sjallinn: Ingó og Veðurguðirnir

Loksins koma hinir kynngimögnuðu Ingó & Veðurguðirnir í Sjallann eftir langa fjarveru og keyra upp stuðið. Einnig koma fram Kristmundur Axel, Óskar Axel og júlí Heiðar.

Kaffi Akureyri

23.00 - 01.30: Gítarpartý

01.30 - 05.00: DJ Hilli

Kaffi Amor: Dj Beggi Bess

Frítt inn

Pósthúsbarinn

80's diskó

 

Laugardagur

10:00-14:00 Vatnasafarí að Hömrum

Vatnaleikir við leikjatjörnina að Hömrum. Skemmtileg þrautabraut fyrir börn.

11:00 Sæludagur í sveitinni - Möðruvellir í Hörgárdal

Blönduð dagskrá við þetta forna höfuðból sem engan svíkur. Traktoraspyrna, sveitafitness, reiðsýning og teymt undir börnum.

13:00  Skoðunarferðir um Hof

Farið verður um alla króka og kima þessa glæsilega húss. Aðalsalir hússins, Hamraborg og Hamrar, verða skoðaðir og skyggnst verður á bak við tjöldin. Gestir fá að máta sig á sviðinu í Hamraborg, fara undir sviðið og alla leið upp undir rjáfur á tæknibrúna yfir salnum. Saga hússins og starfsemi verður rakin í stuttu máli. Skoðunarferðin tekur um það bil klukkustund.

13:00 Sæludagur í sveitinni - Hörgársveit

Hörgársveit býður gesti velkomna. Opnir blómagarðar, sveitamarkaður, upplestur á ljóðum okkar bestu skálda, opin fjós, kaffi og kruðerí.

14:00 Kaffi Költ. Málaðu á bolinn

Sveina Björg textílkennari kennir fólki að mála á bolinn. Bolir seldir á staðnum.

14:00 - 18:00 Skemmtidagskrá á Ráðhústorgi

Einar Mikael töframaður, Mammúng hópurinn, Óskar Axel, Júlí Heiðar, Dagur Sigurðsson og hljómsveit, Kristmundur Axel, Bjartur Elí, Magga & Ragga, Róbert Freyr & Elísabet Metta. Dagskránni lýkur með því að gleðigandurinn Páll Óskar eys úr skálum stuðsins yfir lýðinn.

16:00 - 18:00 Upplestur úr Morgan Kane á Kaffi Költ

Valdir kaflar úr bókunum um töffarann Morgan Kane.

18:00 -22:00  Ævintýraland að Hömrum

Hoppukastalar, hjólabílar og bátar. Skemmtilegur ratleikur sem nær meðal annars inn í Kjarnaskóg. Eins gott að villast ekki. Þeir sem komast alla leið fá viðurkenningarskjal heim til sín eftir helgina.

21:00 - 23:00 Trúbadorar á Kaffi Költ

Jói og Konni úr Dirty Birds sjá um rólega trúbadorastemmingu

21:00 Skemmtidagskrá á Ráðhústorgi

Fjöldi frábærra listamanna; Páll Óskar, Fígúra, Dagur Sig og hljómsveit, Friðrik Dór, N3, Hjálmar, Mammuúg, Rúnar Eff og Manhattan

Litbolti á flötinni við Samkomuhúsið

Gokart á planinu hjá ÚA

Tívolí við Skipagötu

Andlitsmálun í Kaffi Költ fyrir alla krakka

 

Eftir miðnætti:

Græni hatturinn: Hjálmar

Stórhljómsveitin Hjálmar hafa skipað fastan sess á Einni með öllu í mörg ár, enda stemmingin á Græna hattinum engu lík.

Oddvitinn: Dynheimaball

Dynheimaballið eina sanna. Þar munu þeir Þórhallur í Pedró, Hólmar Svansson, Pétur Guðjóns, Dabbi Rún og Siggi Rún mæta með gömlu Dynheimaplöturnar og alla töffarastælana. Aldurstakmark: 30 ár

Sjallinn

Stuðkóngurinn Páll Óskar tryllir lýðinn. Það er enginn sem kemst með tærnar þar sem Palli hefur hælana á dansskónum. Sérstakur gestur: Friðrik Dór.

Rýmið, Hafnarstræti. Allir með öllum. 16+

Fram koma: Óskar Axel, Júlí Heiðar, Kristmundur Axel, Ragga & Magga, Róbert Freyr & Elísabet Metta,  Bjartur Elí, DJ Óli Geir. Áfengis- og vímuefnalaus skemmtun. Munið skilríkin, árið gildir.

Kaffi Akureyri. Gítarpartý.

DJ Pétur Sveins

Kaffi Amour Plötusnúllinn Davíð Oddsson

Pósthúsbarinn 80's diskó

 

Sunnudagur

12:00-14:00 Lautarferð í Iðnaðarsafninu

Í verður lautarferðin í skógarlundinum við Iðnaðarsafnið eins og tíðkaðist á sjötta áratug síðustu aldar. Við vonumst til að sjá rauðköflótta dúka með lummum og ástarpungum, ef til vill breiðir fólk út teppi á grasið og drekkur kók í gleri í gegnum lakkrísrör. Flutt verður söngdagskráin ?Stúlkan með lævirkjaröddina? til heiður Erlu Þorsteinsdóttur.

13:00  Skoðunarferðir um Hof

Farið verður um alla króka og kima þessa glæsilega húss. Aðalsalir hússins, Hamraborg og Hamrar, verða skoðaðir og skyggnst verður á bak við tjöldin. Gestir fá að máta sig á sviðinu í Hamraborg, fara undir sviðið og alla leið upp undir rjáfur á tæknibrúnna yfir salnum. Saga hússins og starfsemi verður rakin í stuttu máli. Skoðunarferðin tekur um það bil klukkustund.

14:00 Sjallaspyrnan

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í sandspyrnu fer fram á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar.

14:00-17:00 Útimarkaður

Á Ráðhústorgi verður allt mögulegt til sölu.

15:00 Söngkeppni unga fólksins: HBI Vocalist Söngskóli

Heimir Bjarni Ingimarsson sér um keppnina og mætir með gítarinn. Keppt verður í tveimur flokkum: 3-12 ára og 13-16 ára. Skráning og upplýsingar í síma 869-6634. Sigurvegarar fá m.a. að syngja á Sparitónleikum á sunnudagskvöldið og upptökutíma í hljóðveri.

16:00 - 18:00 Upplestur úr Morgan Kane á Kaffi Költ

Valdir kaflar úr bókunum um töffarann Morgan Kane.

17:00 Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Guðrún Ingimarsdóttir söngkona, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari  flytja tónlist eftir Bach, Händel, Mozart og fleiri, fyrir sópran, fiðlu og píanó.

21:00 Sparitónleikarnir

Að þessu sinni verða tónleikarnir á flötinni fyrir framan Samkomuhúsið. Þar verða flutt lög sem Óðinn Valdimarsson gerði ódauðleg og fram koma Rúnar Eff, Dikta, Helgi Björns og Reiðmenn vindanna. Flugeldasýning frá Leiruveginum.

 

Eftir miðnætti:

Græni hatturinn: Bravó 

Bravó-bítlarnir halda uppi bítlastuði frameftir nóttu. Valinn maður í hverju rúmi enda var þessi hljómsveit valin til að hita upp fyrir Kinks þegar þeir léku í Austurbæjarbíói árið 1965 og gerðu allt vitlaust. Sérstakur gestur: Ari Jónsson úr Roof Tops.

Oddvitinn: SSSól 

SSSól með Helga Björns í fararbroddi tryllir lýðinn.

Sjallinn. Stórstjörnukvöld

Dikta, Jón Jónsson og Blaz Roca.

Kaffi Akureyri

Partý Sússi.

Kaffi Amour

Dj Ármann Narly.

Pósthúsbarinn

80's diskó.

 

 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan