Drottningarbrautarreitur Kynningarfundur

Kynningarfundur vegna vinnu við deiliskipulag fyrir Drottningarbrautarreit verður haldinn fimmtudaginn 15. desember í bæjarstjórnarsal Ráðhússins, Geislagötu 9, 4. hæð. Reiturinn sem um ræðir afmarkast af Kaupvangsstræti, Drottningarbraut, Austurbrú og Hafnarstræti.

Fundurinn hefst klukkan 17:00 og mun Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri stýra fundinum.

 Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér tillöguna.

 

F.h. Akureyrarkaupstaðar

Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan