Með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga auglýsir Akureyrarbær hér með tillögu að deiliskipulagi við Krókeyri, sunnan Skautahallar.
Tillagan fjallar um fyrrum athafnasvæði Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar á Krókeyri og gömlu Gróðrarstöðina. Á norður- og austurhluta svæðisins er gert ráð fyrir stofnanalóðum fyrir söfn og skyldar stofnanir. Að hluta verði núverandi byggingar nýttar (sbr. Iðnaðarsafnið), að hluta verði gömul hús flutt á svæðið og að hluta reistar nýjar byggingar. Gróðrarstöðin haldist áfram í óbreyttri mynd og trjágarðinum verði haldið við sem lystigarði fyrir almenning. Innan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir einni íbúðarlóð, þar sem íbúðarhúsið Háteigur er.
Skoða tillöguuppdrátt (pdf, 700kb) ... Skýringaruppdrátt (pdf, 400kb) Greinargerð (pdf, 320kb)
Tillöguuppdrættir og greinargerð munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 29. október 2004, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 föstudaginn 29. október 2004 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
17. september 2004,
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Ath: Nauðsynlegt er að hafa nýlega útgáfu af Acrobat Reader til þess að geta skoðað pdf-skjölin sem vísað er til. Hægt er að sækja útgáfu 6 hér:
