Breyting á deiliskipulagi Breiðholts.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 15. september 2009 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir hesthúsahverfið Breiðholt. Breytingin felur í sér að lóðir nr. 5 við Fluguborg og nr. 10 við Faxaborg stækka til vesturs, auk þess sem nýir byggingarreitir fyrir hús og taðþró eru skilgreindir í Fluguborg 5. Deiliskipulagsáætlunin hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
Deiliskipulag malbikunarstöðvar á Akureyri.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. október 2009 í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulag fyrir malbikunarstöð á Glerárdal. Deiliskipulagssvæðið er við Súluveg ofan Akureyrar. Afmörkuð er 25.620 m² lóð fyrir malbikunarstöð Akureyrar. Byggingarreitir fyrir byggingar og tækjabúnað eru skilgreindir á vinnslusvæði lóðarinnar. Á lóðinni er einnig svæði fyrir efnishauga, svæði til geymslu á tækjum og framtíðarsvæði sem kemur til notkunar ef þurfa þykir. Deiliskipulagsáætlunin hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 20. október 2009,
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.
B-deild - Útgáfud.: 4. nóvember 2009