Deiliskipulag frístundabyggðar og verslunar- og þjónustusvæðis að Hlíðarenda

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 15. mars 2011 samþykkt deiliskipulag frístundabyggðar og verslunar- og þjónustusvæðis að Hlíðarenda.

Skipulagssvæðið liggur norðan Hlíðarfjallsvegar og ofan byggðarinnar að Hlíðarenda. Tillagan nær til 4,8 ha. svæðis þar sem skilgreindir eru lóðir, byggingarreitir fyrir mótel, vélageymslu, þjónustuhús og frístundahús ásamt gatnakerfi.

Tillagan var auglýst frá 20. október til 1. desember 2010. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við skipulagið og voru því gerðar breytingar á áður auglýstum gögnum. M.a. hefur frístundahúsum fækkað úr 17 í 14 og skilgreindar alls 16 lóðir í stað einnar áður.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar. Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála með kæru sbr. 5. mgr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan