16. nóvember er dagur íslenskrar tungu og afmælisdagur skáldsins Jónasar Hallgrímssonar og barnabókarithöfundarins Jóns Sveinssonar, Nonna. Í tilefni þess að nú eru 100 ár liðin frá því að fyrsta bók Nonna kom út á íslensku, verður sérstök dagskrá í Nonnahúsi 16.-20. nóvember.
Handrit að fyrstu bók Nonna sem hann skrifaði á dönsku og þýðing Freysteins Gunnarssonar á verkinu verða til sýnis í Nonnahúsi, heitt kakó og smákökur verða í boði í Minjasafnsgarðinum á degi íslenskrar tungu og innandyra verður sérstakur barnabókamarkaður frá bókabúðinni Fróða og listasmiðjan "Myndskreyttu Nonnabók" verður starfrækt.
Alla helgina verður ókeypis aðgangur að Nonnahúsi og Minjasafninu.
Dagskrá:
16. nóvember
- Síðbúið útgáfuhóf 100 árum síðar kl. 15-17
- Handritin heim - Handrit að fyrstu bók Nonna sem hann skrifaði á dönsku og þýðing Freysteins Gunnarssonar til sýnis í Nonnahúsi frá 16. - 20. nóvember. Landsbókasafn-Háskólabókasafn sem varðveitir skjalasafn Jóns Sveinssonar lánar handritin tímabundið til safnsins.
- Barnabókamarkaður Fróða í Nonnahúsi – athugið enginn posi
- Upplestur Hinriks Ólafssonar úr bókinni Nonni sem kom út á Storytel í ár.
- Myndskreyttu Nonnabók.
- Kakó og smákökur
17. nóvember kl. 13-16
- Handritin heim – sýning á frumhandritum Nonna.
- Myndskreyttu Nonnabók
- Leiðsögn um Nonnahús kl. 15
- Upplestur úr bókinni Nonni
18. nóvember kl. 13-16
- Handritin heim – sýning á frumhandritum Nonna.
- Myndskreyttu Nonnabók
- Leiðsögn um Nonnahús kl. 15
- Upplestur úr bókinni Nonni og Manni
19. nóvember kl. 13-16
- Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur kynnir nýjustu bók sína Dularfulla hjólahvarfið kl. 14
- Leiðsögn um Nonnahús kl. 15
- Upplestur úr bókinni Nonni
- Handritin heim – sýning á frumhandritum Nonna
- Myndskreyttu Nonnabók
Mandarínur og konfekt í boði Nonnahúss
20. nóvember kl. 13-16
- Handritin heim – sýning á frumhandritum Nonna
- Myndskreyttu Nonnabók
- Sígild síðdegi TÓNAK – með Petreu og Michael á Minjasafninu kl. 14. Tónlistarfólkið Petrea Óskarsdóttir og Michael D. Weaver eru kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri. Þau flytja ýmis verk fyrir þverflautu og klarinett. Þá verður frumflutt á Norðurlandi verk Sunnu Friðjónsdóttur, Shimmer of Light, fyrir einleikspiccoló og hljóðverk.
- Kaffi og konfekt á Minjasafninu