Brynja Dís sigraði Hæfileikakeppnina með frumsömdu ljóði

Vinningshafar Hæfileikakeppni Akureyrar 2025!
Vinningshafar Hæfileikakeppni Akureyrar 2025!

Brynja Dís sigraði Hæfileikakeppni Akureyrar sem fram fór í Hofi 3. apríl.  

Brynja Dís sigraði keppnina með frábæru atriði þar sem hún flutti frumsamið ljóð. Dansatriðið Skólarapp hlaut verðskuldað 2. sæti en danshópinn mynda þær Alexandra, Eva Elísabet, Hrafntinna Rún, Karítas Hekla, Karítas Von, Margrét Varða og Sóldögg Jökla. Kristín Bára Gautsdóttir landaði þriðja sætinu fyrir frábært söngatriði þar sem hún söng lagið from The start með Laufey.

Hæfileikakeppni Akureyrar er fyrir börn í 5. - 10. bekk. Tæplega 20 atriði, um 40 krakkar, gerðu keppnina að einstökum viðburði. Stemningin var ótrúleg, þar sem áhugasamir áhorfendur fylgdust spenntir með. Hæfileikakeppnin er ekki bara keppni heldur einnig tækifæri til að styrkja ungt fólk og hvetja það til að þróa hæfileika sína. 

Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.

Skoðaðu viðburðadagatal Barnamenningahátíðar HÉR.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan