Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. ágúst 2009 samþykkt endurskoðað deiliskipulag fyrir Spítalaveg.
Skipulagssvæðið nær til Spítalavegar og Steinatraðar. M.a. er gert ráð fyrir 8 nýjum lóðum fyrir einbýlishús og breytingum á lóðarstærðum og byggingarreitum á þegar byggðum lóðum. Einstefnuakstur verður niður Spítalaveg frá Steinatröð.
Tillagan var auglýst frá 20. maí til 1. júlí 2009. Fjórar athugasemdir bárust sem leiddu til breytinga á skipulaginu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar. Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála með kæru sbr. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins, sjá B-deild Stjórnartíðinda.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar