Breyting á gjaldskrá gatnagerðargjalda.

 

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum þann 13. apríl s.l. breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda:

Vegna stækkunar íbúðarhúss sem er a.m.k. 15 ára skal greiða 40% af venjulegu gatnagerðargjaldi skv. 1.? 5. tl. greinar 4.3 enda nemi stækkunin ekki meira en 30 fermetrum á hverja íbúð á hverju 10 ára tímabili. Tilheyri stækkunin sameign fjöleignarhúss skal meta hana eins og ef um stækkun vegna einnar íbúðar væri að ræða. Ef stækkunin er meiri en 30 fermetrar skal greiða fullt gatnagerðargjald af því sem umfram er.
Við 6. grein bætist eftirfarandi málsgrein:
Frá og með 1. apríl 2010 verða fjárhæðir gjalda fastar og breytast ekki m.v. vísitölu byggingarkostnaðar.

 

Breytingin felst í því að gatnagerðargjöld á hverskonar viðbyggingum, t.d. bílskúrum eða sólstofum allt að 30 fermetrar, lækka um 60 %. Ákvörðunin er afturvirk og nær aftur til 1. október 2008. Einnig að gjaldskráin fyrir gatnagerðargjöld almennt frá 1. apríl 2010 mun ekki hækka miðað við byggingarvísitölu, eingöngu lækka ef svo ber undir, þar til annað verður ákveðið.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan