Breyting á aksturstefnu og þungatakmörkunum í Innbæ

Breytt einstefna í Lækjargötu og þungatakmarkanir í Aðalstræti.
Samkvæmt heimild í 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og að fengnu samþykki lögreglustjórans á Norðurlandi eystra samþykkti skipulagsráð Akureyrarbæjar þann 18. desember 2019 eftirfarandi:
Einstefna til suðurs í Aðalstræti er frá Lækjargötu og að syðri gatnamótum Aðalstrætis og Hafnarstrætis. Þungatakmarkanir um Aðalstræti byrja við nyrðri gatnamót Aðalstrætis og Hafnarstrætis.

Auglýsing þessi tekur gildi við birtingu.

F.h. Akureyrarbæjar, 24. júní 2020,

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður.

B deild - Útgáfud.: 8. júlí 2020

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan