Beint til Köben

KobenIceland Express hefur beint flug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í sumar og verður fyrsta ferðin farin 29. maí eftir því sem segir í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. Vikulegar ferðir verða fram á haustið og jafnvel lengur.

"Akureyri hefur stundum verið kölluð danskasti bær á Íslandi og þess vegna er þetta vel við hæfi," sagði Birgir Jónsson framkvæmdastjóri Iceland Express þegar þetta var tilkynnt í gær. "Þetta er auðvitað bara enn eitt merkið um að félagið er í mikilli sókn."

Nánar verður tilkynnt um fyrirkomulag flugsins í næstu viku.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan