Frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins 2019.
Bæjarstjórnarfundur unga fólksins verður haldinn í dag. Ungmennaráð Akureyrarbæjar hefur undirbúið dagskrá fundarins og verða mörg mikilvæg málefni rædd, til dæmis sem snúa að geðheilbrigði ungmenna, tæknilæsi barna á Akureyri og jöfnum tækifærum barna óháð búsetu.
Samkvæmt samþykkt um ungmennaráð skal árlega halda bæjarstjórnarfund unga fólksins. Fundurinn var í fyrsta sinn haldinn í fyrra og tókst vel.
Fundurinn fer fram kl. 17 í Hofi og er fólki velkomið að fylgjast með.
Fundinum verður sömuleiðis streymt á vefnum og er hægt að horfa á útsendinguna með því að smella hér.