Bæjarstjóri flutti erindi á netráðstefnu um samstarf Norðurslóðaríkja

Ásthildur talar á ráðstefnunni fyrr í dag.
Ásthildur talar á ráðstefnunni fyrr í dag.

Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, talaði í morgun á alþjóðlegri netráðstefnu um samstarf Norðurslóðaríkja sem haldin var af efnahagsþróunarráðuneytinu í Múrmansk í samvinnu við utanríkisráðuneyti Rússlands.

Við upphaf ráðstefnunnar fluttu Andrey Chibis fylkisstjóri í Múrmansk og Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands stutt ávörp. Fjölmargir fulltrúar Norðurslóða fluttu síðan erindi en auk Ásthildar var þeirra á meðal sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson.

Í erindi sínu fjallaði Ásthildur um þau áhrif sem Covid-19 faraldurinn hefur haft og mun hafa til framtíðar á rekstur Akureyrarbæjar en einnig þau tækifæri sem starfrænn veruleiki dagsins í dag hefur leitt í ljós. Hún talaði um mikilvægi þess að hraða innleiðingu stafrænna lausna sem við mættum ekki láta Covid-kreppuna tefja jafnvel þótt kostnaður verði umtalsverður. Ásthildur lagði áherslu á að þessi tæknilega og stafræna þróun væri mikilvæg fyrir öll samskipti okkar í framtíðnni og ekki síst fyrir þjóðirnar sem byggja Norðurslóðir. Þróunin gæti gefið gullið tækifæri til að efla samstarf ríkja á jaðarsvæðum og samstöðu þeirra þegar kemur að því að standa vörð um sameiginlega hagsmuni.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan