Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um lengri opnunartíma annan í jólum

Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Á fundi sínum í gær féllst bæjarráð á að veita jákvæða umsögn til sýslumanns vegna umsókna tveggja veitingahúsa sem óskuðu eftir lengri opnunartíma annan í jólum eða aðfaranótt 27. desember.

Með vísan til jafnræðisreglu mun heimild til að lengja afgreiðslutíma til kl. 3 eftir miðnætti aðfaranótt 27. desember gilda um alla rekstraraðila í bænum sem reka veitingahús í flokki III, að því gefnu að þeir sæki um lengri opnunartíma til sýslumanns og að aðrir umsagnaraðilar veiti jafnframt jákvæða umsögn.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan