Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
Á fundi sínum í gær féllst bæjarráð á að veita jákvæða umsögn til sýslumanns vegna umsókna tveggja veitingahúsa sem óskuðu eftir lengri opnunartíma annan í jólum eða aðfaranótt 27. desember.
Með vísan til jafnræðisreglu mun heimild til að lengja afgreiðslutíma til kl. 3 eftir miðnætti aðfaranótt 27. desember gilda um alla rekstraraðila í bænum sem reka veitingahús í flokki III, að því gefnu að þeir sæki um lengri opnunartíma til sýslumanns og að aðrir umsagnaraðilar veiti jafnframt jákvæða umsögn.