Aukaúthlutun úr sóknaráætlun

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Um er að ræða viðbótarfjármagn af hálfu ríkisins sem veitt er í sóknaráætlanir landshluta, sem og aukið fjármagn samtakanna, vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið. Alls eru um 42 milljónir króna í pottinum.

Áhersluverkefni eru samningsbundin og hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar Norðurlands eystra og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Óskað er eftir umsóknum um atvinnuskapandi verkefni á sviði nýsköpunar-, atvinnuþróunar-, menningar- og umhverfismála sem geta hafist sem fyrst. Áhersluverkefnin skulu samþykkt af stjórn samtakanna.

Umsækjendur sem ekki fengu styrk úr sóknaráætlun fyrr á árinu, eða telja þörf á auknu fjármagni í verkefni, eru hvattir til að endurnýja umsóknir sínar og staðfæra að núverandi aðstæðum. 

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og umsóknarform hér. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan