Íþróttafólk Akureyrar 2019
Auglýst er eftir umsóknum í afrekssjóð Akureyrarbæjar fyrir árið 2020. Markmið sjóðsins er meðal annars að styrkja afreksíþróttaefni, á sextánda aldursári eða eldri, til æfinga og keppni undir merkjum aðildarfélaga ÍBA.
Afreksíþróttefni eru þau sem talið er að geti, með markvissri þjálfun, skipað sér á bekk með þeim bestu á landsvísu.
Ennfremur er afreksíþróttafólk og afreksefni styrkt vegna ferðakostnaðar sem hlýst af landsliðskeppnisferðum erlendis á vegum sérsambanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), að hámarki tvær ferðir á ári.
Hér á heimasíðu ÍBA eru nánari upplýsingar og rafrænt umsóknarform.
Umsóknarfrestur er til 1. desember 2020.