Áframhaldandi fræðsla er á dagskrá í vikunni ásamt hinum hefðbundnum verkefnum hjá Vinnuskólanum.
Ýmsar stofnanir og einstaklingar koma með ýmis erindi næstu daga. Bæði 15 og 16 ára fá fræðslu en með ólíku sniði.
Fræðsla 15 ára er meðal annars erindið Brostu, það er betra og Verndum þau sem snýr að samskiptum og líðan, Lögreglan frá Norðurlandi eystra, Vistorka, Eining-Iðja líta við ásamt ungmennaráðið sem flytur erindi um mannréttindi. Einnig fá þau fræðslu um fjölmiðla og fjármál.
16 ára fá fræðslu um kolefnisspor, plokk og tískuneyslu, Ungmennaráðið flytur erindi um mannréttindi. Vinnumálastofnun aðstoðar ungmennin við ferilskráargerð. Rauði krossinn fer yfir aðalatriðin í skyndhjálp með kynningu og verklegri æfingu. Einnig verður erindi um orkudrykki, nikótín og skyldur og réttindi á vinnumarkaði frá Einingu-Iðju.