Ratleikir og fleira skemmtilegt á aðventunni

Aðventuævintýri verður með óhefðbundnu sniði þetta árið vegna samkomutakmarkanna en þótt skipulagðir viðburðir séu ekki á hverju strái þá eru ýmsar leiðir færar til að gera sér dagamun.

Á vef bæjarins má finna tillögur að afþreyingu fyrir fjölskylduna og á viðburðadagatali bæjarins má skoða þá viðburði sem eru í boði.

Þessu til viðbótar bryddar Akureyrarstofa upp á ýmsum nýjungum á aðventunni í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki í bænum. Má þar nefna ratleiki fyrir alla fjölskylduna, bæjarbúa og gesti bæjarins, sem hægt er að taka þátt í þrátt fyrir samkomubann og nálægðarmörk.

Fyrsti leikurinn hentar fjölskyldum með ung börn, frekar léttur leikur sem felst í því að finna hluti í miðbænum sem eru á blaðinu og krossa við.

Þegar búið er að leysa leikinn bjóða þrjú kaffihús í miðbænum (Kaffihús Pennans, Sykurverk og Bláa kannan) upp á 2 fyrir 1 af kakó fyrir börn yngri en 12 ára sem taka þátt í leiknum með fjölskyldu sinni.

Þið prentið út skjalið sem hér má finna og framvísið því til að geta fengið tilboðið.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan