Á gönguskíðum

KjarnaskogurKjarnaskógur er ein af útivistarperlum Akureyringa. Þar er vinsælt að fara um á gönguskíðum þegar tækifæri gefast til þess á veturna. Sem kunnugt er hefur snjóað talsvert undanfarið og við höfum fregnað að færið í Kjarnaskógi sé nú með ágætum. Einnig er opið fyrir gönguskíðafólk í Hlíðarfjalli til kl. 22 á kvöldin.

Þeir sem kjósa holla hreyfingu og hressandi útiveru þurfa því ekki að leita langt yfir skammt.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan