Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
litla fallega búðin okkar

Allir fá þá eitthvað fallegt...

Skemmtileg spil og fallega hönnun má finna í litlu búðinni okkar. Múmin, Barbapapa, Einar Áskell, Lína langsokkur og fargar fleiri persónur úr barnabókmenntunum príða vöruúrvalið. Fallegar jólagjafir - Kíktu í heimsókn !
Lesa fréttina Allir fá þá eitthvað fallegt...
Nokkrar nýjar kvikmyndir

Nokkrar nýjar kvikmyndir

Bækurnar ylja okkur oft í skammdeginu, en það geta kvikmyndir gert líka. Í síðustu viku komu um 50 nýir mynddiskar á safnið til okkar. Þetta eru spennumyndir, gamanmyndir, fjölskyldumyndir, fræðslumyndir ... myndir af öllum toga. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar þeirra:
Lesa fréttina Nokkrar nýjar kvikmyndir
16 dagar

Segðu frá - 16 daga átak gegn ofbeldi

Akureyrarbær er þátttakandi í alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst sl. föstudag með örþingi, ljósagöngu og samstöðu. Amtsbókasafnið tekur þátt í átakinu með því að vekja athygli á bókum sem fjalla um kynbundið ofbeldi á einn eða annan hátt.
Lesa fréttina Segðu frá - 16 daga átak gegn ofbeldi
Dimmalimm

Dimmalimm

Nú er hægt að fá Dimmalimm hnífapör fyrir litlu börnin. Hnífapörin eru íslensk hönnun eftir Helgu Egilsson. Sagan um Dimmalimm er mörgum hugleikinn og Helga Egilsson hönnuður notar söguna sem skreytingu á hnífapörin. Væntanlega koma diskur og bollar í sama stíl með vorinu. Fallegar gjafir fyrir litla prinsa og prinsessur :-)
Lesa fréttina Dimmalimm
Nýjar bækur

Nýjar bækur streyma inn!

Nýjar bækur í útlánum: Sonur Hamas, Gegnum glervegginn, Fjör og manndómur, Heimsréttir Rikku, Síðasta góðmennið, Stjarna Strindbergs, Trúir þú á töfra, Allt með kossi vekur, Hefndarþorsti, Röskva, Græni atlasinn, Stelpur A-Ö, Elfríð, Glósubók Ævars vísindamanns, Drauganet, Eyjan undir sjónum, Napóleon, Dögun og fleiri og fleiri.
Lesa fréttina Nýjar bækur streyma inn!
Ómynd

Eyrún Ýr og Ómynd á Amtsbókasafninu!

Eyrún Ýr Tryggvadóttir mætir á Amtsbókasafnið á Akureyri og les upp úr nýjustu bók sinni, Ómynd, ásamt því að svara ÖLLUM spurningum frá áheyrendum! Upplesturinn hefst kl. 13:00, laugardaginn 19. nóvember.
Lesa fréttina Eyrún Ýr og Ómynd á Amtsbókasafninu!
Amts-Café

Amtsbókasafnið á Akureyri óskar eftir rekstraraðila í kaffiteríu safnsins

Þjónusta og veitingasala við gesti og starfsmenn bókasafnsins og Héraðsskjalasafnsins eru meginmarkmið rekstrarins. Nýr rekstraraðili myndi verða í samstarfi við safnið með ýmsar uppákomur og viðburði sem tengjast menningu og listum, ekki síst þar sem fyrirlestrarsalur og og netaðstaða bókasafnsins er í sama rými og veitingaaðstaðan.
Lesa fréttina Amtsbókasafnið á Akureyri óskar eftir rekstraraðila í kaffiteríu safnsins
Sögustund

Hvað gerist á bókasafninu á fimmtudögum?

Hvað gerist á fimmtudögum á Amtsbókasafninu? Til dæmis sögustund kl.16:00. Lesnar verða nýjar bækur og föndur á eftir. Allir velkomnir. Hlakka til að sjá ykkur! Kveðja - Herdís Anna, barnabókavörður
Lesa fréttina Hvað gerist á bókasafninu á fimmtudögum?
Dagur íslenskrar tungu

Íslenskt efni ókeypis í dag!

Í tilefni af degi íslenskrar tungu eru útlán á íslenskum myndum og íslenskri tónlist ókeypis í dag, þriðjudaginn 16. nóvember. Verið velkomin :-)
Lesa fréttina Íslenskt efni ókeypis í dag!

Manstu eftir búðinni?

Norræni skjaladagurinn, árlegur kynningardagur skjalasafna á Norðurlöndum er laugardagurinn 12. nóvember. Þema dagsins þetta árið er „Verslun og viðskipti“.  Héraðsskjalasafnið á Akureyri verður með sýningu í anddyrinu í Brekkugötu 17 af þessu  tilefni, hefst hún mánudaginn 14. nóvember og stendur t…
Lesa fréttina Manstu eftir búðinni?
Stórmyndin '1984' er komin til okkar!

Nýir mynddiskar

Í hverjum mánuði koma inn að meðaltali um 30-40 nýir mynddiskar. Þetta eru í flestum tilfellum nýjar kvikmyndir sem eru pantaðar 1-2 mánuðum eftir að þær koma út á mynddiskum. En við kaupum líka myndir sem teljast ekki beint nýjar, t.d. klassískar myndir, erlendar myndir (á öðrum tungumálum en íslensku og ensku), myndir sem við höfum bara átt á VHS-formi og myndir sem þið safngestirnir hafið óskað eftir að yrðu keyptar.
Lesa fréttina Nýir mynddiskar