Starfsmannakönnun send út í gær
Í gær, miðvikudaginn 28. janúar, var send út spurningakönnun til allra starfsmanna Akureyrarbæjar sem eru í meira en 30% starfshlutfalli. Könnunin var send á netföng starfsmanna en þeir sem hafa ekki netföng munu eiga þess kost að svara henni með öðrum hætti.
Í könnuninni er spurt um líðan, heilsu og starfstengd viðhorf starfsfólks sveitarfélagsins eins og undanfarin ár en í þetta skipti verður könnunin heldur styttri. Starfsfólk er vinsamlega beðið um að svara spurningalistanum eins ítarlega og það treystir sér til. Það tekur u.þ.b. 10-15 mínútur.
28.01.2015 - 15:59
Lestrar 358