Miðvikudaginn 17. desember nk. býður Heilsuráð Akureyrarbæjar upp á tíma í sundkennslu fyrir Starfsfólk Akureyrarbæjar milli kl. 17:00-18:00 í Sundlaug Akureyrar.
Starfsmannaþjónustan er heldur betur komin í jólaskap og skartaði sínum fegurstu jólapeysum í dag. Gaman væri að fá sendar jólalegar myndir frá fleiri stofnunum bæjarins til að birta hér á vefnum. Myndir má gjarnan senda á netfangið: starfsmannahandbok@akureyri.is.
Úthlutun námsleyfa kennara og stjórnenda grunnskóla
Úthlutun námsleyfa kennara og stjórnenda grunnskóla vegna skólaársins 2015-2016 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 156 fullgildar umsóknir um námsleyfi skólaárið 2015-2016. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt yrðu 34 námsleyfi. Aðeins var hægt að verða við um 22% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að ýmsum fullgildum og áhugaverðum umsóknum varð að hafna.
Veffréttabréf fræðslusetursins Starfsmennt fyrir desenber 2014 er komið út. Starfsmenn í stéttarfélaginu Kili og SFR geta sótt námskeið hjá Starfsmennt sér að kostnaðarlausu.
Undandfarin ár hafa ýmis félagasamtök, fyrirtæki og stofanir á Akureyri í samstarfi við Jafnréttisstofu og Akureyrarbæ séð um framkvæmd 16 daga átaksins á Akureyri.