Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Frá starfslokanámskeiði árið 2013

Starfslokanámskeið í apríl

Dagana 9., 14. og 15. arpíl verður haldið starfslokanámskeið sem er ætlað starfsfólki sem senn lýkur störfum vegna aldurs. Dagskráin er afar fjölbreytt en meðal umfjöllunarefna eru lífeyris- og tryggingamál, forvarnir hvað varðar heilsu og andlegar og félagslegar hliðar þess að hætta að vinna. Markmið námskeiðsins er að hjálpa starfsfólki að undirbúa starfslok vegna aldurs, aðlaga sig breyttu lífsmynstri og stuðla að innihaldsríku lífi að starfi loknu. Markhópurinn er starfsfólk eldra en 60 ára og er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu.
Lesa fréttina Starfslokanámskeið í apríl
Tilboð til starfsmanna Akureyrarbæjar

Tilboð til starfsmanna Akureyrarbæjar

Á starfsmannahandbók Akureyrarbæjar er að finna tilboðssíðu þar sem safnað er saman ýmsum tilboðum og afsláttum til starfsmanna. Þar má t.a.m. finna tilboð í eldsneyti, málningu, tölvur, líkamsrækt og ýmislegt fleira. Starfsfólk er hvatt til að kynnar sér tilboðin með því að smella á: TILBOÐ OG AFSLÆTTIR á starfsmannahandbókinni.
Lesa fréttina Tilboð til starfsmanna Akureyrarbæjar
María Guðnadóttir, meistaranemi í lýðheilsuvísindum

Tilnefning til Nýsköpunarverðlauna

Sumarið 2014 vann María Guðnadóttir, meistarnemi í lýðheilsuvísindum, að rannsókn á Eden hugmyndafræðinni og hlýleika á ÖA með styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna. Verkefnið er eitt fimm öndvegisverkefna sem tilnefnd voru til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands.
Lesa fréttina Tilnefning til Nýsköpunarverðlauna
Ný skýrsla heildarsamtaka vinnumarkaðarins

Ný skýrsla heildarsamtaka vinnumarkaðarins

Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga hefur gefið út skýrslu um efnahagsumhverfi og launaþróun í aðdraganda kjaraviðræðna. Að nefndinni standa fern samtök launafólks, þ.e. ASÍ, BHM, BSRB og KÍ og af hálfu vinnuveitenda, SA, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Í skýrslunni koma fram upplýsingar um þróun launa á árunum 2006 til 2014 og ítarleg greining á helstu forsendum kjarasamninga.
Lesa fréttina Ný skýrsla heildarsamtaka vinnumarkaðarins

Umsóknarfrestur um TV einingar til og með 16. febrúar

Í kjarasamningum sambands íslenskra sveitarfélaga við aðildarfélög BHM , Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og KÍ vegna Félags leikskólakennara er ákvæði um að heimilt sé að greiða launaviðbætur á sérstökum forsendum (svokölluð TV laun) vegna verkefna og hæfni annarsvegar og vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna hinsvegar. Umækjendur þurfa að skila umsóknum til embættismanna fyrir 17. febrúar nk.
Lesa fréttina Umsóknarfrestur um TV einingar til og með 16. febrúar

Kynningarfundur um vinnumat og aðrar breytingar á kjarasamningi FG og SNS

Þann 13. febrúar kl. 14.00 verður haldinn kynningarfundur um vinnumat og aðrar breytingar á kjarasamningi FG og SNS. Bein útsending verður frá fundinum. Slóðin inn á fundinn og upptakan verða aðgengileg á www.vinnumat.is.
Lesa fréttina Kynningarfundur um vinnumat og aðrar breytingar á kjarasamningi FG og SNS
Lífshlaupið 2015

Lífshlaupið 2015

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, hófst miðvikudaginn 4. febrúar síðastliðinn. Heilsuráð Akureyrarbæjar hvetur vinnustaði til að skrá sig til leiks. Sá vinnustaður sem nær bestum árangri mun hljóta glæsilegan lífshlaupsbikar Akureyrarbæjar.
Lesa fréttina Lífshlaupið 2015
Tilboðsíða á starfsmannahandbókinni

Tilboðsíða á starfsmannahandbókinni

Á starfsmannahandbók Akureyrarbæjar er að finna tilboðssíðu þar sem safnað er saman ýmsum tilboðum og afsláttum til starfsmanna. Þar má finna tilboð í líkamsræktarstöðvar, sundlaugar Akureyrar og Hlíðarfjall. Ýmis tilboð vegna bíla s.s. eldsneyti, dekk og skoðun, tilboð hjá Slippfélaginu vegna málningar og tilboð á tölvum hjá Netkerfi og tölvur. Ný tilboð eru m.a. þarna inni sem vert er að skoða.
Lesa fréttina Tilboðsíða á starfsmannahandbókinni
Friðsæll febrúar í Hofi

Friðsæll febrúar - gongslökun í Hofi

Í tilefni af Friðsælum febrúar verður hægt að koma í gongslökun í Menningarhúsinu Hofi þann 11. febrúar kl. 19:30-20. Gongslökun er afar endurnærandi og er kærkomin hvíld fyrir huga, líkama og sál. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir
Lesa fréttina Friðsæll febrúar - gongslökun í Hofi

Breyttur opnunartími Starfsmannaþjónustu frá og með 1. febrúar 2015.

Frá og með 1. febrúar 2015 er opið alla virka daga frá klukkan 11.00 til 16.00 á Starfsmannþjónustunni í Ráðhúsinu, 1. hæð, Geislagötu 9.
Lesa fréttina Breyttur opnunartími Starfsmannaþjónustu frá og með 1. febrúar 2015.

Launamiðar vegna ársins 2014

Frá 1. febrúar 2015 verða launamiðar vegna ársins 2014 aðgengilegir á starfsmannavefnum www.eg.akureyri.is. Fjárhæðir af launamiðum verða forskráðar á launaframtal eins og verið hefur.
Lesa fréttina Launamiðar vegna ársins 2014