Starfslokanámskeið í apríl
Dagana 9., 14. og 15. arpíl verður haldið starfslokanámskeið sem er ætlað starfsfólki sem senn lýkur störfum vegna aldurs. Dagskráin er afar fjölbreytt en meðal umfjöllunarefna eru lífeyris- og tryggingamál, forvarnir hvað varðar heilsu og andlegar og félagslegar hliðar þess að hætta að vinna. Markmið námskeiðsins er að hjálpa starfsfólki að undirbúa starfslok vegna aldurs, aðlaga sig breyttu lífsmynstri og stuðla að innihaldsríku lífi að starfi loknu. Markhópurinn er starfsfólk eldra en 60 ára og er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu.
10.03.2015 - 13:30
Lestrar 488