Tilboð á sundkortum til starfsmanna Akureyrarbæjar heldur áfram og stendur til 1. febrúar 2016.
Starfsmönnum Akureyrarbæjar stendur til boða að kaupa árskort í Sundlaugar Akureyrar á 50% afslætti eða kr. 16.750. Fullt verð á
árskorti er kr. 33.500.
Starfsmenn þurfa að sýna skilríki og haus af síðasta launaseðli í afgreiðslu Sundlaugar Akureyrar til að geta tryggt sér þetta
magnaða heilsueflingartilboð.
Öðrum fyrirtækjum og hópum stendur einnig til boða afsláttur af árskortum í Sundlaugar Akureyrar í samræmi við samþykkt
Íþróttaráðs frá 6. desember 2012. Fyritæki og hópar sem ekki hafa fengið upplýsingar um tilboðskjör geta leitað
nánari upplýsinga hjá forstöðumanni Sundlaugar Akureyrar í síma
461-4455.