Upptökur frá miðbjæarfundi

Midbaer_squareUm það bil 230 manns mættu á kynningarfund sem haldinn var um fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi austurhluta miðbæjar Akureyrar í Brekkuskóla laugardaginn 20. febrúar. Nú hafa upptökur frá fundinum verið settar á heimasíðu skipulagsdeildar.
 
Formaður stýrihóps Sigrún Björk Jakobsdóttir, ráðgjafar frá Graeme Massie Architects, verkfræðistofunni EFLU og VN og skipulagsstjóri Akureyrar, héldu framsögu. Í framhaldi voru fjörlegar pallborðsumræður. Í pallborði sátu fulltrúar úr stýrihópi Sigrún Björk Jakobsdóttir, Jóhannes Árnason og Hermann Jón Tómasson og skipulagsstjóri Pétur Bolli Jóhanneson. Með þeim voru ráðgjafarnir Graeme Massie og Robin Sutherland, frá Graeme Massie Architects, Bergþóra Kristinsdóttir frá EFLU og Halldóra Hreggviðsdóttir frá ALTA.  Bæjarstjóri hélt síðan lokaorð og sleit fundinum.  

Í kjölfar fundarins var farið í gönguferð með þátttakendum um miðbæinn þar sem frummælendur á fundinum kynntu nánar fyrirhugaðar hugmyndir.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan