Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018, ásamt umhverfisskýrslu, samþykkta í bæjarstjórn 3. nóvember 2009.
Í breytingunni felst lenging syðri hafnarkants um 120 m og þar með stækkun svæðis 1.15.1 H og landfyllingar á sama svæði um 0,5 ha. Með lengingu kantsins verður mögulegt að taka á móti stærri skipum í höfninni.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 25. nóvember 2009 til 6. janúar 2010 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur.
Hafnarsvæðið í Krossanesi - aðalskipulagsbreyting
Samhliða þessari auglýsingu er auglýst tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðisins í Krossanesi skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 þar sem umferðar og þjónustusvæði hafnarinnar stækkar með lengingu hafnarkants í Jötunheimavík um 120 m til suðurs. Landfylling stækkar til samræmis. Athugasemdafrestur hennar er frá 25. nóvember 2009 til 6. janúar 2010.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 6. janúar 2010 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
25. nóvember 2009
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar