Skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar kynnir, í samræmi við 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.
Breytingin fellst í að skilgreint er 1,8 ha svæði fyrir þjónustustofnanir við Vestursíðu. Áformað er að reisa þar hjúkrunarheimili. Einnig er skilgreint 2 ha svæði með blandaðri landnotkun fyrir íbúðabyggð og þjónustustofnanir.
Drög að aðalskipulagsbreytingunni eru aðgengileg á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Fréttir.
Drög að aðalskipulagsbreytingu - uppdráttur og greinargerð
Frekari upplýsingar eru veittar á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar