Skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar kynnir, í samræmi við 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.
Gildandi Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018
Drög að breyttu Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018
Með breytingunni er gerð nánari grein fyrir helstu tengingum innra gatnakerfis Akureyrar við stofn- og tengibrautir. Á aðalskipulagsuppdrætti er gerð grein fyrir aðalgatnakerfi bæjarins. Tengingar við aðalgatnakerfið sem liggja yfir óbyggð svæði eru sýndar á skipulagsuppdrætti en aðrar tengingar og innra gatnakerfi eru skilgreind í deiliskipulagi.
15. febrúar 2010
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar