Skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar kynnir, í samræmi við 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018
Breytingin fellst í að afmarkað er 24,5 ha svæði fyrir frístundabyggð, verslun og þjónustu í landi Hlíðarenda, norðan Hlíðarfjallsvegar. Einnig er afmarkað 1,8 ha athafna- og íbúðarsvæði utan um starfsemi og íbúðarhús á Hlíðarenda.
Drög að aðalskipulagsbreytingunni
Frekari upplýsingar eru veittar á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar