Skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar kynnir, í samræmi við 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.
Breytingin fellst m.a. í að flugvallarsvæðið stækkar úr 102,8 ha í 162 ha og er þá öll lóð Flugmálastjórnar Íslands skilgreind sem flugvallarsvæði. Landfylling norðan flugstöðvar stækkar um 0,53 ha og ný landfylling er gerð sunnan Leiruvegar undir aðflugsvita sem er 0,15 ha. Tvær tengingar eru inn á flugvallarsvæðið frá Eyjafjarðarbraut og færist sú syðri lengra til suðurs um 70 m. Reiðleið og gönguleið umhverfis suðurhluta flugbrautar eru lagfærðar til samræmis við núverandi stöðu.
Drög að aðalskipulagsbreytingunni eru aðgengileg á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: akureyri.is undir: Stjórnkerfið / Skipulags- og byggingarmál / Fréttir.
Drög að aðalskipulagsbreytingu - Akureyrarflugvöllur
Frekari upplýsingar eru veittar á Skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar