Hér eru lögð fram til kynningar drög að snjóflóðahættumati fyrir Hlíðarfjall unnið af Veðurstofu Íslands. Skýrslan
er unnin í samræmi við reglugerð nr. 636/2009 um hættumat vegna snjóflóða á skíðasvæðum.
Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli - Drög
Drögin að snjóflóðahættumatinu liggja einnig frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1.
hæð, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þau og komið ábendingum á framfæri.
Hægt er að senda ábendingar skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, 600 Akureyri og/eða í
tölvupósti (arnarb@akureyri.is).
Frestur til að senda inn ábendingar rennur út kl:16:00 fimmtudaginn 1. desember 2011
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála.