Opinn íbúafundur um staðsetningu nýs hjúkrunarheimilis

Skipulagsdeild f.h. Akureyrarbæjar býður til opins íbúafundar fimmtudaginn 2. september kl. 20:30 í Síðuskóla.

Umræðuefni: Staðsetning nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri og mun Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri stýra fundinum.

 

Dagskrá fundarins:

  • Oddur Helgi Halldórsson, formaður bæjarráðs
  • Brit Bieltvedt, frá öldrunarheimilum Akureyrar, kynnir Eden hugmyndafræðina
  • Fanney Hauksdóttir, arkitekt frá AVH, kynnir útfærslu á Eden hugmyndafræðinni í byggingum
  • Pétur Bolli Jóhannesson, skipulagsstjóri, kynnir hugmyndir að staðsetningu við Vestursíðu og í Naustahverfi
  • Opnar umræður og fyrirspurnir

 

Allir velkomnir
Skipulagsstjóri Akureyrar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan