Breyting á deiliskipulagi Melateigs.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 17. nóvember 2009 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Eyrarlandsholt, reit 3, Melateig 1-41. Breytingin felur m.a. í sér að Akureyrarbær yfirtekur akstursleiðir, opið svæði og gangstéttar. Innakstur er gerður frá Miðteigi og kvöð er sett um gangstétt og stofnlagnir innan sérafnotahluta lóða. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 30. nóvember 2009,
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.
B-deild - Útgáfud.: 14. desember 2009