Nr. 992/2009 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Eyrarlandsholt, Melateigur.

Breyting á deiliskipulagi Melateigs.

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 17. nóvember 2009 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Eyrar­lands­holt, reit 3, Melateig 1-41. Breytingin felur m.a. í sér að Akureyrarbær yfirtekur aksturs­leiðir, opið svæði og gangstéttar. Innakstur er gerður frá Miðteigi og kvöð er sett um gang­stétt og stofnlagnir innan sérafnotahluta lóða. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 30. nóvember 2009,

Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.

B-deild - Útgáfud.: 14. desember 2009





Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan